Evrópumeistaramótið í Tórínó hófst í morgun

Evrópumeistaramótið innanhúss hófst í Tórínó á Ítalíu í morgun og stendur það fram á sunnudag.
Engin íslenskur keppandi er á meðal þátttakenda á mótinu að þessu sinni, en oft hafa íslenskir frjálsíþróttamenn náð góðum árangri á mótinu í gegnum tíðina. Þetta er í 30. sinn sem mótið fer fram, en fyrst var keppt í Vín árið 1970.
Frá 1970 til 1990 fór mótið fram árlega, en síðan annað hvert ár til 2002, en þá varð þriggja ára hlé á mótinu til ársins 2005 sem var vegna samkomulags milli EA og IAAF um að halda EM og HM innanhúss sitt hvort árið.
 
Tveir íslenskir frjálsíþróttamenn hafa unnið til gullverðlauna á EM, Hreinn Halldórsson sigraði kúluvarpið í San Sebastian árið 1977 með nýju íslandsmeti, 20.59 metra. Vala Flosadóttir vann síðan til gullverðlauna í fyrsta skipti sem stangarstökk kvenna var á dagskrá mótins, árið 1996 í Stokkhólmi, stökk 4,18 metra. Vala var þá ný orðin 18 ára. Vala varð síðan í 3. sæti á EM í Valencia tveimur árum síðan, stökk þá 22 sm hærra en í Stokkhólmi.
 
Fleiri íslenskir frjálsíþróttamenn hafa stigið á verðlaunapallinn á EM innanhúss, en árið 1994 varð Pétur Guðmundsson í 3. sæti í kúluvarp í París, varpaði hann kúlunni 20,04 metra.
Jón Arnar Magnússon varð einnig í 3.sæti í sjöþraut á mótinu í Stokkhólmi árið 1996 með 6069 stig.
Þau Jón Arnar og Vala voru oftar í baráttu um verðlaun á EM innanhúss, Vala hafnaði í 4.sæti á mótinu árið 2000 í Gent, stökk þá 4,30 metra. Jón varð í 5. sæti í sjöþraut árið 1998 með 6170 stig og í 4. sæti á mótinu í Vín árið 2002 með 5996 stig.
 
Samtals hafa íslenskir frjálsíþróttamenn því unnið til fimm verðlauna á EM innanhúss frá upphafi.
 
Hægt er skoða úrslit á EM innanhúss í Tórínó á heimasíðu mótsins hér
 

FRÍ Author