Evrópumeistaramóti öldunga lauk á sunnudaginn

Keppni á Evrópumeistaramóti öldunga lauk á sunnudaginn. Íslensku keppendurnir stóðu sig með glæsibrag á mótinu en hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um síðustu þrjá keppnisdagana.

Föstudagurinn 4. ágúst

Jón Bjarni Bragason Breiðabliki keppti í kastþraut 45-49 ára og hafnaði hann í 4. sæti með 3808 stig og var innan við 90 stigum frá 3. sætinu. Hann kastaði sleggjunni 47,91 m (2. sæti)(833 stig) sem er hans ársbesta, kúlan fór 11,79 m (6. sæti)(739 stig), kringlan sveif 41.97 m (2. sæti)(882 stig), hann kastaði spjótinu 39,98 m (542 stig) og að lokum lóðinu 13,97m (812 stig). Fínn árangur hjá Jóni Bjarna sem ætlaði sér að komast á pall i þessari grein.

Laugardagurinn 5. ágúst

Ólafur Austmann Þorbjörnsson Breiðabliki hljóp til úrslita í 800m í flokki 35-39 ára. Hann hafnaði í 8. sæti á tímanum 2:03,79 mín sem er aðeins 9/100 frá sínu besta en hann fór fram úr 3 keppendum á síðustu 80m. Frábært hjá Óla á sínu fyrsta stórmóti en það var ekki lengra milli keppenda en svo að Ólafur hefði þurft að hlaupa á 2:01.94 mín til að komast á pall.

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR hljóp einnig til úrslita í 800m í flokki 45-49 ára og hafnaði hún í 12. sæti á tímanum 2:35,95 mín. Hún ætlaði sér reyndar að vera aðeins nær 2:30 mín en líklega ekki nóg eftir á tankinum eftir 4 hlaup á innan við viku. Hún þó sátt af velli eftir góðan árangur á mótinu.

Helgi Hólm ÍR sem keppir í flokki 75-79 ára keppti í hástökki. Hann stökk 1.15 m og hafnaði í 5. sæti

Sunnudagurinn 6. ágúst

Þórólfur Ingi Þórólfsson ÍR keppti í hálfu maraþoni í flokki 40-44 ára. Hann hefur átt við flensu að stríða undanfarnar vikur og náði ekki að hlaupa eins vel og hann ætlaði sér. Þórólfur kláraði þó hlaupið og er reynslunni ríkari en þetta var hans fyrsta stórmót.

Jón H. Magnússon ÍR keppti i kastþraut í flokki 80-84 ára (sleggja, kúla, kringla, spjót, lóð). Sleggjan fór 32.13 m, kúlan 8,30 m, kringlan sveif 23.12 m, í spjótkastinu kastaði hann 22,96 m, og að lokum varð það lóðkast en þar kastaði Jón 12.66 m. Niðurstaðan var 3.485 stig og 6. sætið sem er frábært.

Kristófer Sæland Jónasson HSH keppti í kastþraut í flokki 80-84 ára. Sleggjan fór 21,90 m, kúlan 7,61 m, kringlan sveif 17.32 m, í spjótkastinu kastaði hann 21,03 m, og að lokum varð það lóðkast en þar kastaði Kristófer 9,09 m. Niðurstaðan var 2.590 stig og 9. sætið, fínt hjá Kristófer sem hefur mjög lítið tækifæri til að æfa sína íþrótt vegna aðstöðuleysis en vonandi mun það breytast.

Hér má sjá öll úrslit frá mótinu.