Evrópukeppni landsliða – Íslenska liðið í 5-6. sæti eftir fyrri dag

Mótshaldarar hér í Sarajevo gáfu upp rangar tölur í stigakeppni liða eftir keppni í gær. Nú eru komin leiðrétting á þessu og er íslenska liðið í 5-6. sæti í keppninni eftir fyrri dag með 178 stig, jafnmörg stig og Bosnía&Herzigovina.
Stigastaða efstu liða er eftirfarandi:
1. Ísrael, 210,5 stig.
2. Danmörk, 203 stig.
3. Moldova, 202,5 stig.
4. Azerbadjan, 185,5 stig.
5-6. Ísland og B&H, 178 stig.
7. Luxemborg, 157,5 stig.
8. Armenía, 140 stig.
9. Georgía, 110 stig.
 
Þá léðréttist að Trausti Stefánsson hljóp 400m á 49,12 sek., ekki 49,11 sek. eins og fram kom í gær.
Nú er síðari keppnisdagur að hefjast og eru íslensku keppendurnir allir hressir og tilbúnir fyrir átök dagsins.
 
Heimasíða mótsins: www.etcsarajevo2009.com.ba

FRÍ Author