Evrópubikarkastmótinu frestað

Evrópska frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að fresta Evrópubikarkastmótinu sem átti að fara fram í Portúgal, 21. – 22. mars. Það er gert vegna COVID-19.

Evrópska frjálsíþróttasambandið mun taka ákvörðun um nýja tímasentingu á næsta stjórnarfundi sem áætlað er að fari fram 24. – 25. mars í Sviss.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni.