Evrópskt unglingamet og tvö landsmet á MÍ

Eins og fram hefur komið áður bætti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR metið í 60 m hlaupi í gær, þegar hún kom í mark á 7,50 sek. Þau eru sýniega á góðri leið, því hann bætti met sitt í 400 m hlaupi um síðustu helgi, 47,59 sek. Hrafnhild sigraði einnig i 200 m hlaupi á 24,15 sek. sem er hennar besti árangur í ár.
 
Sveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna setti nýtt mótsmet og voru nærri Íslandsmetinu en þær komu í mark á 3:49,81 mín. Sveitina skipuðu þær: Melkorka Rán Hafliðadóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Guðbjörg Bjarkadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.
 
Spennandi keppni var í langstökki karla, en þrír stökkvarar fóru yfir 7,20 m. Kristinn Torfason FH stökk lengst 7,47 m í lokaumferð mótsins, en hann tók forystu í keppninni í næst síðustu umferð þegar hann stökk 7,36 m. Einar Daði Lárusson ÍR stökk 7,23 m í síðustu umferð og fór þar með upp fyrir félaga sinn úr ÍR, Þorstein Ingvarsson sem hafði forystu framan af, en hann stökk 7,15 m í 3. umferð. Þorsteinn var aðeins 1 cm frá árangri Einars Daða í sínu síðasta stökki, en hann fór lengst 7,22 m.
 
Hafdís Sigurðardóttir UFA átti mjög góða og jafna stökkseríu í langstökki en hún sigraði með 6,32 m, en hennar stysta stökk var 6,19 m.
 
Góður árangur náðist í mörgum greinum persónulegar bætingar voru settar í í nær öllum greinum mótsins en heildarúrslti má sjá á nýju mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author