Evrópska vetrarkastmótið hefst á morgun

Um helgina fer fram Evrópska Vetrarkastmótið í Split, Króatíu og eru fjórir Íslendingar skráðir til leiks. Einnig fer fram svæðismeistaramót MAC í Bandaríkjunum um helgina þar sem Baldvin Þór Magnússon er í eldlínunni.

Þetta er í tuttugasta sinn sem Evrópska Vetrarkastmótið er haldið og eru um 400 keppendur frá 42 löndum skráðir til leiks. Þar á meðal eru heimsmethafarnir Anita Wlodarczyk í sleggjukasti og Barbora Špotáková í spjótkast. Þýski methafinn og heimsmeistarinn frá árinu 2017, Johannes Vetter er einnig skráður til leiks.

Með Ólympíuleikana í sigtinu

Íslandsmethafarnir Hilmar Örn Jónsson og Guðni Valur Guðnason keppa báðir á sunnudeginum. Þeir eru báðir að stefna á Ólympíuleikana í sumar. Hilmar á best 77,10 metrar frá því í fyrra sumar og er Ólympíulágmarkið 77,50 metrar í sleggjukasti karla.

Það væri gaman að negla ÓL lágmark snemma, það eru löng köst inni núna og væri gaman að opna tímabilið almennilega.

Guðni Valur

Guðni Valur er búinn að vera í æfingabúðum á Tenerife síðastliðnar fjórar vikur og ætlar að freista þess að ná Ólympíulágmarki. Guðni á best 69,35 metra síðan síðasta sumar og er Ólympíulágmarkið 66,00 metra en Guðni náði þessum árangri áður en lágmarka tímabilið hófst.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Mímir Sigurðsson keppa í U23 ára flokki í sleggju- og kringlukasti. Elísabet, sem er fædd 2002, er Íslandsmethafinn í sleggjukasti kvenna, 64,39 metrar sem hún setti í byrjun apríl. Hún er nú þegar komin með lágmark á EM U20 og HM U20. 

Mímir er sömuleiðis búinn að tryggja sér þátttökurétt á EM U23 en hann á best 55,54 metra.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu á Youtube- og heimasíðu sambandsins.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Streymi 1

Streymi 2

Baldvin í eldlínunni í Ohio

Baldvin Þór Magnússon keppir á svæðismeistarmóti MAC (Mid-American Conference) sem fer fram í Oford Ohio um helgina. Mótið byrjar í dag en Baldvin keppir í 1500 metra og 5000 metra hlaupi á morgun. Baldvin er með besta tímann í 1500 metra hlaupinu og hefst það klukkan 18:00 og 5000 metra hlaupið klukkan 20:40 að íslenskum tíma. 

Hægt er að fylgjast með streymi hér og úrslit mótsins hér.