European Running Business Ráðstefna haldin í Prag 2019

European Athletics eru að halda í annað sinn European Running Business ráðstefnu, sem haldin verður 6 – 8. september 2019. Ráðstefnan fer fram á Hilton Prague Hotel í Tékklandi og er haldin samhliða vinsælu Birell Prague Grand Prix 7. september. Þar munu helstu hlauparar heims sameinast og er þetta ein af ellefu RunCzech keppnum sem haldin eru í ár. 

Frjálsíþróttasamband Íslands er meðlimur European Athletics og því býðst íslenskum hlaupurum og hlaupahöldurum afsláttur af ráðstefnunni og gefst 150 Evru afsláttur af núverandi verði. Skráning fer fram hér og hægt er að nota kóðann ICE@ERBC2019 til að notfæra sér afsláttinn.

Forsvarsmenn ráðstefnunnar vonast til þess að ráðstefnan muni nýtast þér vel og gefa þér góða innsýn og tengsl inn í hlaupaheiminn. 

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að fara inn á www.erbc2019.com. Einnig er hægt að niðurhala fríu app-i (Play store & App store) og vera uppfærður með nýjustu upplýsingarnar um ráðstefnuna.