Ert þú íþróttamaðurinn sem okkur vantar?

Ert þú íþróttamaðurinn sem okkur vantar?

FRÍ leitar að fimm íþróttamönnum til að taka sæti í íþróttamannanefnd FRÍ. Skilyrði fyrir sæti í nefndinni er að íþróttamaður þarf að hafa keppt á Meistaramóti Íslands, Bikarkeppni FRÍ eða fyrir Íslands hönd á vegum FRÍ síðastliðna árið. Óskað er eftir tilnefningu frá sambandsaðilum FRÍ um tvo íþróttamenn á þeirra vegum, einn karl og eina konu. Keppendur á Meistaramóti Íslands skulu svo kjósa mest 5 einstaklinga úr hópi tilnefndra í nefndina. Þeir sem flest atkvæði hljóta taka sæti í nefndinni.
Hlutverk nefndarinnar er að sinna hlutverki ,,Athletes ́ Commission,“ skv. ákvörðun EAA og WA, þar með talið að taka þátt í kjöri íþróttamanna í ,,Athletes ́ Commission” hjá báðum samböndunum og fleiri verkefni eftir því sem það á við. Einnig er nefndin stjórnar FRÍ innan handar þegar kemur að málefnum íþróttamanna.

Óskað er eftir tilnefningum á netfangið marta@fri.is í síðasta lagi á fimmtudaginn 23. júní. Kosningin fer fram í Hafnarfirði meðan á Meistaramóti Íslands stendur.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins.
Þrír Íslendingar keppa á EM U18 sem fer fram í Jerúsalem, Ísrael dagana 4.-7. Júlí.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Ert þú íþróttamaðurinn sem okkur vantar?

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit