Erna svæðismeistari

Erna Sóley

Penni

2

min lestur

Deila

Erna svæðismeistari

Erna Sóley Gunnarsdóttir varð á laugardaginn svæðismeistari Conference USA í kúluvarpi. Lengsta kast hennar kom í fyrstu tilraun og mældist það 16,79 m. Mótið fór fram í Birmingham, Alabama en hún keppir fyrir Rice University. Þetta er þriðji svæðismeistaratitillinn hennar á háskólaferlinum (2019, 2021i og 2022i) og er hún á þriðja ári. 

Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega fyrir utan smá minniháttar meiðsli. Áherslurnar eru búnar að vera að auka sprengikraftinn og klára kastið betur sem þýðir að köstin fara annaðhvort langt eða ég geri ógilt. Markmið er að taka engin örugg köstsagði Erna.

Það er stór helgi framundan hjá Baldvini Þór Magnússyni en hann keppir í fjórum mismunandi vegalengdum á svæðismeitstaramótinu sínu, MAC Indoor Championship (Mid-American Conference). Mótið fer fram í Kent, Ohio og keppir hann fyrir Eastern Michigan University. Baldvin er skráður í 800m, Mílu, 3000m og 5000m hlaup. Baldvin er með besta árangurinn í þremur af fjórum greinum og ætlar að freista þess að ná að minnsta kosti þremur svæðismeistaratitlum. 

Pb:

800m: 1:52,79i

Míla: 3:58.08i

3000m: 7:47,51i

5000m: 13:45,00

Úrslit / Streymi

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppir í lóðkasti á svæðismeistaramóti Atlantic 10. Mótið fer fram í Fairfax, Virginia og keppir hún fyrir Virginia Commonwealth University. Hún á best 18,22 m sem hún náði á Kenneth Giles Invitational fyrir tveimur vikum. 

Úrslit 

Hekla Sif Magnúsdóttir keppir í langstökk, hástökki og þrístökki á Lone Star Conference í Lubbock, Texas. Hekla keppir fyrir West Texas A&M University sem er í Division II. 

Pb:

Langstökk: 5,41

Þrístökk: 11,97

Hástökk: 1,55

Úrslit 

Dagur Andri Einarsson og Óliver Máni Samúelsson keppa á G-MAC Indoor Championships (Great Midwest Athletic Conference) í Findlay, Ohio. Dagur keppir í 60 m. hlaupi og Óliver 60 m. og 200 m. hlaupi. Þeir keppa báðir fyrir Hillsdale College sem er í Division II. Undanúrslitin eru á föstudag og úrslitin á laugardag.

Pb:

Dagur / 60m: 6,99i

Óliver / 60m: 7.07i

Óliver / 200m: 22,17

Úrslit / Streymi



DAGRSKRÁ 

Föstudagur:

21:50 Baldvin / 800m undanúrslit

21:55 Dagur og Óliver / 60m undanúrslit

23:10 Óliver / 200m undanúrslit

22:00 Hekla / Langstökk

23:10 Baldvin / 5000m úrslit

 

Laugardagur:

17:00 Hekla / Þrístökk

17:15 Hekla / Hástökk

18:15 Baldvin / Míla úrslit

19:30 Óliver / 200m úrslit

20:05 Baldvin / 800m úrslit

20:30 Guðrún / Lóðkast

20:45 Baldvin / 3000m úrslit

*Allar tímasettningar eru á íslenskum tíma

Penni

2

min lestur

Deila

Erna svæðismeistari

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit