Erna svæðismeistari á nýju Íslandsmeti

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR)

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna svæðismeistari á nýju Íslandsmeti

Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í kvöld svæðismeistari á nýju Íslandsmeti í kúluvarpi kvenna innanhúss. Erna átti glæsilega seríu og voru öll köstin yfir sautján og hálfan meter. Lengsta kastið kom í þriðju umferð og mældist það 17,92 metrar. Hún bætti því eigið Íslandsmet um 22 sentímetra og er þetta í þriðja skiptið sem hún bætir Íslandsmetið innanhúss í ár. Íslandsmetið hennar utanhúss er 17.29 metrar.

Svæðismeistaramótið (Conference USA Indoor Championships) fór fram í Birmingham, Alabama og er þetta þriðja árið í röð sem hún vinnur titilinn innanhúss. Hún hefur unnið hann tvisvar utanhúss, árin 2019 og 2022.

Úrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna svæðismeistari á nýju Íslandsmeti

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit