Erna Sóley og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Penni

4

min lestur

Deila

Erna Sóley og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Myndir

Í gær fór fram Uppskeruhátíð FRÍ í Laugardalshöll þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árið 2023 og farið var yfir árið í máli og myndum.

Stærstu verðlaunin voru val á frjálsíþróttafólki ársins þar sem kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttakarl ársins.

Erna átti frábært ár, hún tók þátt í sínu fyrsta Heimsmeistaramóti og hafnaði í 27. sæti. Hún varpaði kúlunni 16,68m sem er hennar lengsta kast á stórmóti. Á Evrópubikar í Póllandi nældi hún sér í bronsið, með kasti uppá 16,93m. Erna sló Íslandsmet þrisvar sinnum á árinu. 4. febrúar varpaði hún kúlunni 17,70m og bætti þar með eigið Íslandsmet innanhúss en rúmlega tveimur vikum seinna bætti hún bætti metið aftur með kasti uppá 17,92m og varð í kjölfarið svæðismeistari á Conference USA Indoor Championships þriðja árið í röð. 22. apríl varpaði hún kúlunni 17,39m og bætti með því eigið Íslandsmeti utanhúss um 10cm á J Fred Duckett Twilight mótinu í Houston Texas og sigrað þar með keppni.

Guðni Valur átti einnig gott ár. Hann keppti á Heimsmeistamótinu sem fór fram í Budapest og hafnaði í 22. sæti með kasti uppá 62,28m. Hann var þriðji í kringlukasti á Evrópubikar í Póllandi með kasti uppá 63,34m. Einnig sigraði hann á Bottnarydskastet í Svíþjóð í sumar og varð norðurlandameistari í Kaupmannahöfn er hann kastaði 63,41m. Hann bætti mótsmetið á MÍ utanhúss með kasti uppá 64,43m. Hann kastaði kringlunni lengst 64,80m en það var á Vormóti ÍR. Eins og sjá má hefur árangur hans verið jafn og góður yfir árið en á 13 af 15 mótum kastaði hann yfir 62m í kringlukasti.

Önnur verðlaun:

Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA

Guðni Valur Guðnason – 1149 stig fyrir kringlukast. Efstur á heimslista eða nr. 31 og keppti á HM.

Besta spretthlaupsafrek (Jónsbikar)

Kolbeinn Höður Gunnarsson – 1128 stig fyrir Íslandsmet í 200m innanhúss; 21,03sek.

Spretthlaupari ársins kvenna

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – 1100 stig fyrir Íslandsmet í 60m; 7,35sek.

Spretthlaupari ársins karla

Kolbeinn Höður Gunnarsson – Íslandsmet í 200m innanhúss; 21,03sek, 60m innanhúss; 6,68s, Íslandsmet í 200m utanhúss; 20,91s og Íslandsmetsjöfnun í 100m utanhúss.

Stökkvari ársins kvenna

Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmet í þrístökki utan- og innanhúss, 6,40 í langstökki.

Stökkvari ársins karla

Daníel Ingi Egilsson – Íslandsmet í þrístökki innanhúss, 7,92 í langstökki.

Millivegalengdahlaupari ársins kvenna

Aníta Hinriksdóttir – 800m; 2:03.33mín. Sterk innkoma á Evrópubikar

Millivegalengdahlaupari ársins karla

Baldvin Þór Magnússon – Íslandsmet í 1500m; 3:40,36 og 3000m; 7:49,68 utanhúss, 5000m; 13:58,24 og mílu; 3:59,60 innanhúss.

Kastari ársins kvenna

Erna Sóley Gunnarsdóttir – Íslandsmet í kúluvarpi; 17,92m inni og 17,39m utanhúss, keppti á HM.

Kastari ársins karla

Guðni Valur Guðnason – 64,80m í kringlukasti, Norðurlandameistari, jafn og góður árangur 13 af 15 mótum yfir 62m.

Fjölþrautarkona ársins

ísold Sævarsdóttir – Norðurlandameistari U18, besti árangur bæði í sjöþraut og fimmtarþraut á árinu.

Fjölþrautarkarl ársins

Ísak Óli Traustason – Íslandsmeistari í tugþraut og sjöþraut.

Óvæntasta afrekið

Daníel Ingi Egilsson – 7,92m í langstökki, næst lengsta stökk Íslendings (og það lengsta í 29 ár), bæting um 74cm frá fyrra ári og 57cm frá innanhússtímabili þessa árs.

Þjálfari ársins

Hermann Þór Hermannsson – Þjálfar bæði Irmu og Daníel Inga.

Götuhlaupari, utanvegarhlaupari og langhlaupari ársins kvenna

Andrea Kolbeinsdóttir – Algjör yfirburðarmanneskja í hlaupum á Íslandi. Hún vann öll Íslandsmótin á götu, Laugarveg á brautarmeti og öll önnur hlaup sem hún tók þátt í auk þess að enda í 35. sæti á HM í utanvegahlaupum í Innsbruck sem var besti árangur Íslendings á því móti. Andrea á 6 af 10 bestu frammistöðunum á íslenska stigalista ITRA á þessu ári.

Götuhlaupari ársins karla

Arnar Pétursson – Íslandsmeistari í 10km, 1/2maraþoni og Víðavangshlaupi.

Utanvegahlaupari ársins karla

Snorri Björnsson – Mjög sterk frammistaða á árinu í utanvegahlaupum. Stórbætti sig í mörgum hlaupum ásamt því að skila ótrúlegri frammistöðu í frumraun sinni á HM í utanvegahlaupum þar sem hann vann sig upp um 85 sæti og endaði í 33.sæti sem var besti árangur íslensks karlhlaupara á mótinu. Snorri á 5 af bestu 10 frammistöðum ársins á íslenska stigalista ITRA.

Langhlaupari ársins karla

Baldvin Þór Magnússon – Baldvin setti glæsilegt Íslandsmet í 10 km 28:51mín núna í október og er þar með fyrsti Íslendingurinn til að fara vegalengdina undir 29 mín. Síðan setti hann líka Íslandsmet í 1500m, 3:40:36mín í mars og Íslandsmet í 3000m, 7:49:68mín í júlí og einnig íslandsmet í mílu.

Piltur ársins 19 ára og yngri

Arnar Logi Brynjarsson – Efnilegur spretthlaupari í framför, keppti á Norðurlandaóti U20 aðeins 16 ára gamall.

Stúlka ársins 19 ára og yngri

Ísold Sævarsdóttir – Norðurlandameistari í sjöþraut í flokki U18.

Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara

Einar Þór Einarsson – Þjálfari sem er boðinn og búinn að hjálpa öllum íþróttum algjörlega óháð því hvaða félagi þeir eru í. Unnið óeigingjarnt starf í mörg ár.

Óvæntasta afrek 19 ára og yngri

Júlía Kristín Jóhannesdóttir – 13,77 í 100 grind á MÍ aðal. Frábært hlaup sem kom skemmtilega á óvart.

Besta afrek 30 ára og eldri karla

Gísli Helgason – Með stigahæsta afrek í mastersflokki.

Besta afrek 30 ára og eldri kvenna

Hafdís Sigurðardóttir – Með stigahæsta afrek í mastersflokki.

Nefnd ársins

Unglinganefnd

Hópur ársins

NM U20

Miðlun ársins

HM í utanvegarhlaupum

Frjálsíþróttakraftur ársins xxx

Landslið í utanvegahlaupum og fararstjóri þeirra

Viðburður ársins

MÍ 11-14 ára á Selfossi

Abban

Fólk þekkir Óskarinn og Edduna. Nú eiga frjálsíþróttirnar Öbbuna! En stjórn FRÍ ákvað að heiðra minningu Aðalbjargar Hafsteinsdóttur, varaformanns FRÍ, sem féll frá fyrir aldur fram á liðnu ári með því að veita á uppskeruhátíðinni sérstök verðlaun, í hennar nafni, sem munu verða áfram veitt framúrskarandi framlagi til upplyftingar og útbreiðslu frjálsíþrótta.

Fyrsti handhafi Öbbunnar er Albert Þór Magnússon sem á liðnu ári fór á kostum við að lýsa og lyfta upp stemmningu á frjálsíþróttamótum.

Er það von stjórnar að verðlaunin verði eldhugum í íþróttinni hvatning til ókominna ára við að vekja athygli á íþróttinni og efla hana á ýmsan hátt.

Penni

4

min lestur

Deila

Erna Sóley og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit