Erna Sóley með brons á EM U20

Erna Sóley Gunnarsdóttir fékk brons í kúluvarpi á Evrópumeistaramóti undir 20 ára í Borås í Svíþjóð. Í annarri umferð kastaði 15,41 metra og var í fjórða sæti fram að sjötta og síðasta kasti sínu. Þegar þrjár umferðir voru búnar fór að hellirigna og áttu margir í erfiðleikum með að fóta sig í blautum kasthringnum. Lengsta kast Ernu kom hins vegar í síðasta kasti þegar hún kastaði 15,65 metra og kom sér upp í þriðja sætið.

Sú sem var fyrir í þriðja sæti átti hins vegar eitt kast eftir og því við tók spennuþrungin bið hvort Erna myndi haldast í þriðja sæti. Sú franska, sem var í þriðja sæti fyrir, kastaði ekki lengra en Erna og því varð bronsið Ernu.

Í kringlukasti áttu Íslendingar einnig keppenda í úrslitum. Valdimar Hjaldi Erlendsson varð níundi inn í tólf manna úrslit. Í úrslitum kastaði Valdimar lengst 55,75 metra og hafnaði í tólfta sæti.