Erna Sóley á HM í Glasgow

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna Sóley á HM í Glasgow

Dagana 1.-3. mars fer Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum fram í Glasgow Skotlandi en þar verður Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) á meðal keppenda. Erna keppir í kúluvarpi en hún hefur verið að gera frábæra hluti síðastliðin ár og er búin að stimpla sig inn á stóra sviðið með jöfnum og góðum árangri. Erna keppti á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í fyrra og náði þar 27.sæti. Íslandsmet Ernu sem hún setti 19.2.2023 er 17,92m en hún hefur bætt metið jafnt og þétt síðastliðin ár og metið ávallt í hættu þegar Erna stígur á svið.

Erna hafnaði í 3. sæti á NM sem fór fram í Bærum Noregi 11. febrúar síðastliðinn með kasti uppá 17,52 m. sem er jafnframt hennar besti árangur á tímabilinu. Hún setti mótsmet á Meistaramóti Íslands um síðustu helgi með kasti uppá 16,94 m. Einnig keppti hún á Reykjavík International Games en þar varpaði hún kúlunni 16,85 m og sigraði.

“Ég er mjög spennt, var alls ekki að búast við þessu og var farin að plana önnur mót til að keppa á í staðinn. Ég er mjög ánægð að fá að keppa með öllu besta frjálsíþróttafólki heimsins og markmiðið er að nýta keppnina og andann til að ná bætingu”

Erna Sóley Gunnarsdóttir I Kúluvarp I Föstudaginn 1. mars I Kl. 11:06 á staðartíma (Hér má finna tímaseðil mótsins)

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna Sóley á HM í Glasgow

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit