Erna sjöunda á bandaríska háskólameistaramótinu

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna sjöunda á bandaríska háskólameistaramótinu

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í gær á bandaríska háskólameistaramótinu sem fór fram í Albuquerque í New Mexico. Erna kastaði lengst 17,59 metrar sem er þriðja lengsta kastið hennar á ferlinum. Erna var í áttunda sæti með 17,49 metra eftir þrjú köst og komst því í níu kvenna úrslit og fékk þrjú köst til viðbótar. Erna lengdi sig um tíu sentímetra í fjórðu umferð og hafnaði í sjöunda sæti.

Með því að vera í topp átta á bandarísku háskólameistaramóti fær maður viðurkenninguna All American og er þetta í fyrsta skiptið sem Erna hlýtur slíka viðurkenningu. Glæsilegur endir á frábæru innanhúss tímabili.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna sjöunda á bandaríska háskólameistaramótinu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit