Erna með silfur og Íslandsmet

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í kvöld á svæðismeistaramóti C-USA (Conference USA) í Murfreesboro í Tennessee fylki. Hún bætti eigið Íslandsmet um fimm sentímetra og kastaði 16,77 metra. Það skilaði henni öðru sæti en það var Maia Campbell frá University of Texas at San Antonio sem sigraði með 17,33 metra. Erna á bæði Íslandsmetið innan- og utanhúss en hún kastaði lengst 16,95 metra inni í vetur. Erna keppir fyrir Rice University  þar sem hún er að klára annað árið sitt.