Erna með annað glæsilegt met

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna með annað glæsilegt met

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) er í hörku formi og stórbætti aftur í kvöld eigið Íslandsmet í kúluvarpi kvenna á New Mexico Collegiate Classic í Albuquerque í New Mexico. Metið kom í síðastu tilraun og varpaði hún kúlunni 17,70 metra. Það er aðeins rúm vika síðan hún bætti metið í Texas með kasti upp á 17,34 metra.

Þetta kast Ernu er ellefta lengsta kastið í Evrópu í ár og fjórtánda lengsta kastið í heiminum í ár.

Baldvin Þór Magnússon (UFA) hljóp í kvöld á besta tíma Íslendings frá upphafi í mílu hlaupi innanhúss á Meyo Invitational í Notre Dame, Indiana. Baldvin átti sjálfur besta tímann en hann hljóp það á þessu móti á síðasta ári og hljóp þá á tímanum 3:58.08. Hann bætti þann árangur í kvöld þegar hann hljóp á tímanum 3:57.12.

Hann fær tím­ann þó ekki viður­kennd­an sem Íslands­met þar sem hlaupið fór fram á 300 metra braut.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna með annað glæsilegt met

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit