Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í kúluvarpi kvenna á bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA Indoor Championships) innanhúss sem fer fram í Albuquerque í New Mexico fylki sem hefst á föstudag. Kúluvarpið fer fram á laugardeginum klukkan 23:00 á íslenskum tíma. Erna er með áttunda besta árangurinn í NCAA á þessu tímabili og er því með áttunda besta árangurinn af keppendunum sem eru sextán talsins.
Erna hefur þríbætt Íslandsmetið innanhúss í greininni í ár og hefur bætt það um tæpan meter frá því á síðasta ári. Metið er 17,92 metrar sem hún bætti á svæðismeistaramótinu sínu í febrúar þar sem hún sigraði.
Erna hefur einu sinni tekið þátt í meistaramótinu innanhúss og var það árið 2021 þar sem hún hafnaði í ellefta sæti með 16,44 metra. Á síðasta ári tók hún þátt á sínu fyrsta meistaramóti utanhúss og hafnaði í fimmtánda sæti með 16,63 metra.
Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.