Erna í 19. sæti á EM

Mynd eftir Simone Castrov

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna í 19. sæti á EM

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði 16,26 m. í fyrsta kasti á Evrópumeistaramótinu í Róm sem var jafnframt hennar lengsta kast í dag. Í öðru kasti kastaði hún 16,20 m. og í því þriðja kastaði hún 16,19 m.

Erna hefði þurft að kasta 18,00 m. til að tryggja sér sæti í úrslitum eða vera í tólfta sæti í heildina. Tólfta sætið var með kast upp á 17,02 m. Erna varð tíunda í sínum kasthópi og í 19. sæti í heildina.

“Ég byrjaði ekki nógu vel og einhvernveginn náði mér ekki á strik. Ég er ekki að skilja hvað gerðist því ég er yfirleitt mjög stöðug í þessum góðu vegalengdum og get kastað yfir 17 m. á hörkunni,” sagði Erna eftir keppni.

Hér má sjá viðtalið við Ernu í heild sinni.

Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.

Framundan hjá Ernu er mót í Svíþjóð, Smáþjóðameistaramótið í Gíbraltar 22. júní og Meistaramót Íslands sem haldið verður á Akureyri í lok júní.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna í 19. sæti á EM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit