Erna hefur lokið keppni á EM

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna hefur lokið keppni á EM

Evrópumeistaramótið í München hófst í dag og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í undankeppni í kúluvarpi kvenna á sínu fyrsta stórmóti. Erna byrjaði kepnnina með 15,89 metra. Í annari umferð kastaði hún 16,41 metra. Hún gaf allt í síðasta kastið, steig yfir og gerði ógilt í þeirri þriðju. Hún hafnaði í 22. sæti, frábær árangur á fyrsta stórmóti.

„Ég er ekki alveg nógu ánægð með það, mig langaði að kasta lengra. Mér leið svo ofboðslega vel og var að búast við miklu meira og reyndi of mikið í síðasta kasti og fór því upp á og náði ekki að klára það“ sagði Erna eftir keppni.

Erna hefði þurft að kasta yfir 17,33 metra og bæta Íslandsmet sitt til þess að komast í úrslit.

„Þetta var ógeðslega skemmtilegt mót, gaman að vera á svona stórum leikvangi og ótrúlega mikið af fólki“.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Erna hefur lokið keppni á EM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit