Erna, Guðrún og Elísabet keppa á bandaríska háskólameistaramótinu

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna, Guðrún og Elísabet keppa á bandaríska háskólameistaramótinu

Í dag hófst keppni á bandaríska háskólameistaramótinu sem fer fram í Austin, Texas. Við eigum þrjá keppendu á mótinu og keppa þær allar á morgun, fimmtudag.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) keppa í sleggjukasti. Elísabet er í fyrsta kasthópi sem hefst klukkan 20:30 á íslenskum tíma. Þegar sá hópur er búinn kastar Guðrún í seinni kasthópi. Elísabet bætti eigið Íslandsmet fyrr á tímabilinu og kastaði 65,53m. Guðrún hefur bætt sig um rúma fimm metra á tímabilinu og nálgast met Elísubetar. Guðrún hefur kastað lengst 65,42m.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi og kastar hún í fyrsta kashópi. Keppni hefst klukkan 2:30 aðfaranótt föstudags á íslenskum tíma. Erna hefur bætt Íslandsmetið í greininni bæði innanhúss og utanhúss í ár. Hún er búin að kasta lengst 17,92m í ár sem hún gerði innanhúss í febrúar.

Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Erna, Guðrún og Elísabet keppa á bandaríska háskólameistaramótinu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit