Ólympíuhátíð Evrópuæskunar

Ólympíuhátíð Evrópuæskunar

Um mótið

Ólympíuhátíð Evrópuæskunar (EYOF) fer fram dagana 24.-30. júlí í Banská Bystrica, Slóvakíu. Þetta er Ólympískt verkefni undir stjórn ÍSÍ. Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands.  Að hámarki verða valdir 6 keppendur. Mótið er mjög sterkt og fjölmennt og gerir ÍSÍ kröfur um að einungis séu sendir okkar sterkustu keppendur. Við val sitt mun unglinganefnd miða við að keppandi eigi að geta lent í 10.sæti (miðað við úrslit síðustu tveggja Ólympíuhátíða). Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar. 

Keppendur með lágmörk

Enginn keppandi kominn með lágmark.

Staður

Banská Bystrica, Slóvakía

Tímasetning

24.-30. júlí

Aldursflokkur

15-16 ára (2007-2006)

Tímabil

1.október 2021 – 6.júlí (ATH! Forskráning er 24.júní svo það verður að vera búið að sýna árangur fyrir þann tíma til að koma til greina þó miðað sé við 9.júlí við lokaval).

Tími lokaskráningar

9. júlí

Kostnaðarþátttaka

45.000 kr.

Önnur erlend mót

Evrópubikar í köstum

Evrópumeistaramót U20

Ólympíuhátíð Evrópuæskunar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit