Leikarnir fara 23.-29.júlí í Maribor, Slóveníu. Þetta er ólympískt verkefni undir stjórn ÍSÍ þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Að hámarki verða valdir 6 keppendur. Mótið er mjög sterkt og fjölmennt og gerir ÍSÍ kröfur um að einungis séu sendir okkar sterkustu keppendur. Við val sitt mun unglinganefnd miða við að keppandi eigi að geta lent í 10.sæti (miðað við úrslit síðustu tveggja Ólympíuhátíða). Endanlegt val er í höndum Unglinganefndar FRÍ.