Mótið fer fram dagana 11.-12. febrúar í Karlstad, Svíþjóð. Þetta er landsliðsferð þar sem Íslendingar og Danir tefla fram sameiginlegu liði og verða valdir tveir íþróttamenn í hverja grein óháð þjóðerni. Það verður því borinn saman ársbesti listinn hjá Danmörku og Íslandi og þeir tveir sem eru með besta árangurinn í grein verða valdir til að keppa fyrir sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur. Miðað verður við löglegar aðstæður.