Norðurlandameistaramót 
í fjölþrautum

Norðurlandameistaramót 
í fjölþrautum

Um mótið

Norðurlandameistaramót í fjölþrautum fer fram í Seinäjoki í Finnlandi dagana 11.-12.júní 2022. Þetta er einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Keppt er í aldursflokkum.

Upplýsingar fyrir mót

Valaðferð — Þar sem Meistaramót Íslands í fjölþraut-
um verður mögulega haldið eftir að frestur til að ná lágmörkum rennur út munu keppendur hafa tvo möguleika til að ná lágmörkum:

1. keppa í tug-/sjöþraut utanhúss á tímabilinu og ná lágmörkum á mótið
2. keppa í sjö-/fimmtarþraut innanhúss á tímabilinu og ná þeim stigum sem vantar upp á lágmörkin í eftirfarandi greinum á mótum vorið 2022*:
– Drengir: spjót, kringla og 400 m (+sjöþraut innanhúss)
– Stúlkur: spjót og 200 m (+fimmtarþraut innanhúss)

ATH! Ekki er leyfilegt að keppa í nokkrum þrautum og velja árangur milli þrauta til að setja saman stigahæstu niðurstöðuna.

Einnig verður fylgst með að keppendur séu í keppnishæfu ástandi. Þegar unglinganefnd og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar. Hámarksfjöldi keppenda í hverjum aldursflokki eru 3 keppendur.

Aldursflokkar og lágmörk

Nafn Fæðingarár Lágmark
Strákar 16-17 ára 2006 – 2005 6000
Strákar 18-19 ára 2004 – 2003 6500
Strákar 20-22 ára 2002 – 2000 6200
Karlar 23+ ára 1999 og eldri 6500
Stúlkur 16-17 ára 2006 – 2005 4500
Stúlkur 18-19 ára 2004 – 2003 4900
Stúlkur 20-22 ára 2002 – 2000 4700
Konur 23+ ára 1999 og eldri 4900

Keppendur með lágmörk

Nafn Fæðingarár Árangur Hvenær
Dagur Fannar Einarsson 2002 6626 24.júlí 2021
Júlía Kristín Jóhannesdóttir 2005 4511 24.júlí 2021

Staður

Seinäjoki, Finnland

Tímasetning

11.– 12. júní 2022

Aldursflokkur

16-22 ára (2006-2000) og 23+ ára

Tímabil

Lágmörkum skal náð á tímabilinu 26. maí 2021– 26. maí 2022

Tími lokaskráningar

1.júní 2022

Kostnaðarþátttaka

45.000 kr.

Önnur erlend mót

Norðurlandameistaramót 
í fjölþrautum

Norðurlandameistaramót í víðavangshlaupum

Norðurlandameistaramót 
í fjölþrautum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit