Norðurlandameistaramót í fjölþrautum fer fram í Seinäjoki í Finnlandi dagana 11.-12.júní 2022. Þetta er einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Keppt er í aldursflokkum.
Norðurlandameistaramót í fjölþrautum fer fram í Seinäjoki í Finnlandi dagana 11.-12.júní 2022. Þetta er einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Keppt er í aldursflokkum.
Valaðferð — Þar sem Meistaramót Íslands í fjölþraut- um verður mögulega haldið eftir að frestur til að ná lágmörkum rennur út munu keppendur hafa tvo möguleika til að ná lágmörkum:
1. keppa í tug-/sjöþraut utanhúss á tímabilinu og ná lágmörkum á mótið
2. keppa í sjö-/fimmtarþraut innanhúss á tímabilinu og ná þeim stigum sem vantar upp á lágmörkin í eftirfarandi greinum á mótum vorið 2022*:
– Drengir: spjót, kringla og 400 m (+sjöþraut innanhúss)
– Stúlkur: spjót og 200 m (+fimmtarþraut innanhúss)
ATH! Ekki er leyfilegt að keppa í nokkrum þrautum og velja árangur milli þrauta til að setja saman stigahæstu niðurstöðuna.
Einnig verður fylgst með að keppendur séu í keppnishæfu ástandi. Þegar unglinganefnd og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið keppendur er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar. Hámarksfjöldi keppenda í hverjum aldursflokki eru 3 keppendur.
Nafn | Fæðingarár | Lágmark |
---|---|---|
Strákar 16-17 ára | 2006 – 2005 | 6000 |
Strákar 18-19 ára | 2004 – 2003 | 6500 |
Strákar 20-22 ára | 2002 – 2000 | 6200 |
Karlar 23+ ára | 1999 og eldri | 6500 |
Stúlkur 16-17 ára | 2006 – 2005 | 4500 |
Stúlkur 18-19 ára | 2004 – 2003 | 4900 |
Stúlkur 20-22 ára | 2002 – 2000 | 4700 |
Konur 23+ ára | 1999 og eldri | 4900 |
Nafn | Fæðingarár | Árangur | Hvenær |
---|---|---|---|
Dagur Fannar Einarsson | 2002 | 6626 | 24.júlí 2021 |
Júlía Kristín Jóhannesdóttir | 2005 | 4511 | 24.júlí 2021 |
Staður
Seinäjoki, Finnland
Tímasetning
11.– 12. júní 2022
Aldursflokkur
16-22 ára (2006-2000) og 23+ ára
Tímabil
Lágmörkum skal náð á tímabilinu 26. maí 2021– 26. maí 2022
Tími lokaskráningar
1.júní 2022
Kostnaðarþátttaka
45.000 kr.
@fri2022
Norðurlandameistaramót í fjölþrautum
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit