Heimsmeistaramótið

Um mótið

Mótið fer fram 19.-27.ágúst ú Búdapest, Ungverjalandi. Þetta er einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfu ástandi.

Upplýsingar fyrir mót

Frá og með 1.janúar 2023 þá er eingöngu tekið tillit til árangurs sem náð er á mótum sem búið er að sækja um á vefsvæði World Athletics og hefur verið samþykkt af bæði FRÍ og World Athletics.
Þessi mót birtast á mótaskrá World Athletics sem finna má hér.

Lágmarka tímabilið er skipt í þrennt:

  • Fyrir maraþon skal ná lágmörkum á tímabilinu 1.desember 2021 til 30.maí 2023.
  • Fyrir fjölþraut skal ná lágmörkum á tímabilinu 31.janúar 2022 til 30.júlí 2023.
  • Fyrir allar aðrar greinar skal lágmörkum náð á tímabilinu 31.júlí 2022 til 30.júlí 2023.

Hér er að finna heimasíðu mótsins.

Aldursflokkar og lágmörk

Karlar Grein Konur
10.00 100m 11.08
20.16 200m 22.60
45.00 400m 51.00
1:44.70 800m 1:59.80
3:34.20 (3:51.00) 1500m (míla) 4:03.50 (4:22.00)
13:07.00 (13:07) 5000m (5km götuhlaup) 14:57.00 (14:57)
27:10.00 (27.10) 10,000m (10km götuhlaup) 30:40.00 (30:40)
2:09:40 Maraþon 2:28:00
8:15.00 3000m hindrun 9:23.00
13.28 110m/100m grind 12.78
48.70 400m grind 54.90
2.32m Hástökk 1.97m
5.81m Stangarstökk 4.71m
8.25m Langstökk 6.85m
17.20m Þrístökk 14.52m
21.40m Kúluvarp 18.80m
67.00m Kringlukast 64.20m
78.00m Sleggjukast 73.60m
85.20m Spjótkast 63.80m
8460 Fjölþraut 6480

Keppendur með lágmörk

Enginn keppandi kominn með lágmark.

Staður

Búdapest, Ungverjaland

Tímasetning

19.-27.ágúst

Tegund verkefnis

Einstaklingsverkefni

Tímabil

Lágmörkum skal náð á tímabilinu 31.júlí 2022 til 30.júlí 2023 fyrir allar greinar nema maraþon, fjölþraut og göngu

Tími lokaskráningar

7.ágúst 2023

Önnur erlend mót

Norðurlandameistaramót U20

Norðurlandameistaramót innanhúss

Heimsmeistaramótið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit