Heimsmeistaramót U20 fer fram dagana 1.-6. ágúst í Cali, Colombía. Þetta er Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands. Keppendur eru einungis valdir til þátttöku á móti hafi þeir náð tilskyldum lágmörkum en einnig verður fylgst með að þeir séu í keppnishæfu ástandi. Nái fleiri en 2 lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri keppenda á yfirstandandi keppnistímabili við löglegar aðstæður. Þegar unglinganefnd hefur valið keppendur á mótið er listinn sendur á stjórn FRÍ til samþykktar.