Mótið fer fram 24.-25.júní í Mannheim, Þýskalandi. Lágmörk gilda til þátttöku en einnig er fylgst með að keppendur séu í keppnishæfu ástandi. Nái fleiri en tveir lágmörkum í sömu grein verður valið eftir besta árangri á yfirstandandi tímabili við löglegar aðstæður.
Mótið er fyrir íþróttamenn á aldrinum 16-19 ára (2007-2004).