Erindi varðandi frjálsíþróttaaðstöðu á Íslandi

Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, Freyr Ólafsson, hefur sent erindi á sveitarfélög þar sem FRÍ hvetur til áframhaldandi uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja og minnir á mikilvægi þess að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstæður verði alltaf fullnægjandi.

Í erindinu eru einnig upplýsingar um gildandi reglugerð um þjóðarleikvanga sem og starfshóp mennta- og menningarmálaráðuneytis. Starfshópnum er ætlað að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina mögulega nýtingu mannvirkja sem eru fyrir eða hvort ný mannvirki þarf til að geta staðið fyrir alþjóðlegum keppnum.

Gildi íþrótta er einn af meginstoðum sterks samfélags og er því stuðningur sveitafélagsins við íþróttastarfsemi mikilvægur. Það er því von FRÍ að með þessu erindi að sveitafélagið og aðildarfélög FRÍ kynni sér umrædda reglugerð þannig að ljóst sé að það verklag sem lýst er geti nýst öllum í tengslum við uppbyggingu á mannvirkjum fyrir frjálsar íþróttir.