Engir keppendur frá Íslandi á EM í Tórínó

Nú er ljóst að engin keppandi frá Íslandi mun taka þátt í Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu um aðra helgi. Einn íþróttamaður náði þeim viðmiðum sem Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ setti fyrir val á keppendum á mótið, Óðinn Björn Þorsteinsson FH í kúluvarpi. Óðinn Björn ákvað í dag að gefa ekki kost á sér til þátttöku í mótinu og verður því engin fulltrúi frá Íslandi á EM innanhúss að þessu sinni.

FRÍ Author