EM U23 Tallinn. Stefán Velemir kastaði kúlunni yfir 17m en komst ekki í úrslitakeppnina.

Í forkeppni í kúluvarpi fá kastarar 3 köst en ekki sex eins og í hefðbundinni keppni og 12 komast áfram úr forkeppninni. Árangur Stefáns lofar góðu upp á framhaldið þar sem hann hefur bætt árangur sinn með ævintýralegum hætti síðastliðna 6 mánuði með snúningstækni sem hann er að ná góðu valdi á. Besti árangur Stefáns til þessa er 17,79m en sá árangur hefði dugað í 14. sæti í fokeppninni af 27 keppendum. Tólfti kastarinn í forkeppninni kastaði 18,05m.
 
Ljóst er eftir þátttöku okkar á EM U23 í Tallinn að Ísland á stóran og glæsilegan hóp af bráðefnilegum frjálsíþróttamönnum sem munu mæta  tvíefldir til leiks á næst EM U23 enda flestir af okkar þátttakendum nú á yngra ári með aldur til að keppa í flokknum 2017.

FRÍ Author