EM U20 Eskilstuna – Fjórir íslenskir keppendur á EM unglinga í Svíþjóð – Hilmar Örn og Aníta keppa í dag.

Aníta Hinriksdóttir á besta tímann í 800m hlaupi í Evrópu í þessum aldursflokki  2:01.50 , en á hæla henni er þýska stúlkan Sarah Schmidt með 2:02.19. Hilmar Örn Jónsson á 4. besta árangur í Evrópu í sleggjukasti í aldursflokknum 78,07m (6kg sleggja) . Bestan árangur í sleggjukasti fyrir mótið á Þjóðverjinn Aleje Mikhailov 79,96m. Tristan Freyr Jónsson keppir í tugþrautinni og viðbúið að hann fara yfir 7000 stigin á tveimur góðum dögum. Bestan skráðan árangur í tugþrautinni fyrir mótið á Vitali Zhuk frá Belarus 7332 stig. Tristan Freyr er á fyrr ári í þessum flokki og á best 6981 stig. Vigdís Jónsdóttir mætir til leiks með 27. besta árangur í sleggjukasi 58,43m og fær hörku keppni sem gæti nýst til að bæta Íslandsmetið sem hún á sjálf og samhliða stöðu sína á Evrópulistanum.
Dagskrá:

Hilmar Örn Jónsson kastar í forkeppni í sleggjukasti í dag  kl. 08:30 að staðartíma í Svíþjóð. Keppendur fá þrjú köst og 12 efstu komast áfram eða allir sem kasta yfir 73.00m. Hilmar keppir til úrslita á föstudeginum kl. 15:30 eftir að allt gangur upp  í forkeppninni.

 
Aníta hleypur sitt fyrsta hlaup í dag kl. 13:50 og í úrslitahlaupinu á laugardag kl. 15:15 eftir gott hlaup í dag.
 
Vigdís Jónsdóttir keppir á föstudaginn í sleggjukasti og hefst forkeppnin kl 08:10 að staðartíma og því um morgunkeppni að ræða í forkeppnini hjá henni eins og hjá Hilmari daginn áður.
 
Tristan Freyr hefur tugþrautakeppnina kl 07:30 á laugardaginn með keppni í 100m og lýkur henni með keppni í 1500m hlaupi á sunnudeginum kl. 16:40
 

FRÍ Author