EM U20 Eskilstuna – Aníta komin í úrslit í 800m á EM en Hilmar Örn var óheppinn í sleggjunni.

 
Aníta kom í mark á tímanum 2:05.01 sem reyndist besti tíminn í undanrásum. Hilmar Örn Jónsson keppti fyrr um morguninn í forkeppni sleggjukastsins þar sem á 24 kastara kepptu um 12 sæti í úrslitum og fengu þrjú köst hver, en ekki sex köst eins og í hefðbundinni keppni. Hilmar Örn var óheppinn og sendi sleggjuna þrisvar sinnum af miklu afli í net búrsins, gerði því ógilt og komst ekki áfram, sem hefur verið sár upplifun þar sem hann kastaði mjög langt í upphitun. Hilmar Örn er einn af fremstu sleggjukösturum heims í sínum aldursflokki og á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni þegar netið hættir að þvælast fyrir sleggjunni í útkastinu hjá honum.
 

FRÍ Author