EM öldunga inni. Fríða Rún Þórðardóttir hlaut tvö bronsverðlaun og setti tvö Íslandsmet í flokki 45-49 ára

Fríða Rún Þórðardóttir keppti á EM öldunga í Ancona á Ítalíu sem lauk um helgina og vann þar til tveggja bronsverðlauna í flokki 45-49 ára. Hún hlaut bronsverðlaun í víðavangshlaupi og 3000m brautarhlaupi á nýju Íslandsmeti 10:41,53 mín . Þá hafnaði hún í 6. sæti í 1500m hlaupi á nýju Íslandsmeti í flokki 45-49 ára 4:52,46 mín. Árangur Fríðu Rúnar í brautarhlaupunum inni er besti árangur hennar frá árinu 2013. Glæsilegur árangur hjá Fríðu Rún og flott fordæmi frá formanni Öldungaráðs FRÍ.
 

FRÍ Author