EM U23 hefst á morgun

Evrópumeistaramót undir 23 ára fer fram í Talinn, Eistlandi 8.-11 júlí. Keppendur á mótinu eru allir á aldrinum 20-22 ára. Það er síðasti aldursflokkurinn fyrir fullorðinsflokk og því má búast við sterku móti. Það eru fimm Íslendingar skráðir til leiks á mótinu.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir í 200 metra hlaupi en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 23,45 sekúndur. Þetta er þriðja Evrópumeistaramót unglinga hjá henni og varð hún Evrópumeistari í 100 metra hlaupi U18 árið 2018 og fékk brons í 200 metra hlaupi. Árið 2019 hafnaði hún í fjórða sæti í 200 metra hlaupi á EM U20. Guðbjörg náði einnig lágmarki í 100 metra hlaupi en mun einungis keppa í 200 metra hlaupinu. Guðbjörg hleypur í riðlakeppninni um klukkan 9:30 á föstudag.

Tiana Ósk Whitworth keppir í 100 metra hlaupi. Hennar besti árangur í greininni er 11,57 sekúndur. Hún keppti á EM U20 árið 2017 þar sem hún hljóp sig inn í undanúrslit. Tiana er búin að hlaupa á 12,26 sekúndum í ár. Hún náði einnig lágmarki í 200 metra hlaupi en mun einungis keppa í 100m. Tiana hleypur í fyrsta riðli í riðlakeppninni klukkan 9:00 á morgun, fimmtudag.

Mímir Sigurðsson keppir í kringlukasti. Mímir er í góðu bætingar formi og hefur kastað lengst 60,32 metra í ár. Þessi árangur skilar sjöunda lengsta kasti í Evrópu í U23 ára flokki í ár. Mímir er einnig með sjöunda besta afrek Íslendings frá upphafi í kringlukasti karla. Mímir kastar í undankeppninni í B-hóp klukkan 14:30 á morgun, fimmtudag.

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í kúluvarpi og á hún Íslandsmetið í greininni bæði innan- og utanhúss. Íslandsmet hennar utanhúss er 16,77 metrar sem er áttunda lengsta kast í evrópu í U23 ára flokki. Erna vann til bronsverðlauna í kúluvarpi á EM U20 ára árið 2019. Erna kastar í undankeppninni klukkan 7:55 á laugardag.

Baldvin Þór keppir í 5000 metra hlaupi. Baldvin á best 13:45,66 mínútur sem var Íslandsmetið í greininni áður en Hlynur bætti það nú á dögunum. Það verður spennandi að sjá hvort Baldvin nái að freista meti Hlyns. Hann var einnig með lágmark í 1500 metra hlaupi en mun einungis keppa í 5000m. Baldvin hleypur í úrslitum á laugardag klukkan 17:00.

*Allar tímasettningar eru á íslenskum tíma

Hægt er að sjá keppendalista og úrslit hér.

Hægt er að fylgjast með streymi hér.