EM U18 í Ungverjalandi

Á fimmtudaginn hefst EM U18 í Ungverjalandi og stendur fram á sunnudag. Fimm Íslendingar eru meðal keppenda á mótinu en alls verða 1135 keppendur frá 50 löndum.

Á fimmtudaginn hefja keppni í undankeppni:

  • Elísabet Rut, sleggjukast, klukkan 9:23
  • Guðbjörg Jóna, 100m, klukkan 10:23
  • Valdimar Erlendsson, kringlukast, klukkan 17:41
  • Birna Kristín, langstökk, klukkan 16:06

Á föstudaginn hefja keppni í undankeppni:

  • Helga Margrét, kúluvarp, klukkan 10:12
  • Guðbjörg Jóna, 200m, klukkan 15:28

Úr undankeppni í kast- og stökkgreinum komast 12 í úrslitakeppni. Í hlaupagreinum verður keppt í undanúrslitum og úrslitum.

Heimasíðu mótsins með nánari upplýsingum má finna hér.