EM í Róm hefst á morgun

Penni

< 1

min lestur

Deila

EM í Róm hefst á morgun

Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum hefst á morgun og eigum við þrjá keppendur á fyrsta keppnisdegi. Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppir í undankeppni í kringlukasti kl. 7:35 á íslenskum tíma og er hann í kasthópi A. Alls eru fimmtán keppendur í hans kasthópi og þarf hann að kasta 66,00 m. til að komast beint í úrslitakeppnina eða vera á meðal tólf efstu. Úrslitin eru annað kvöld kl. 19:00.

Íslandsmet Guðna er 69,35 m. og er hann búinn að kasta lengst 63,95 m. í ár.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í undankeppni í kúluvarpi kl. 8:03 á íslenskum tíma og er í kasthópi B. Alls eru tólf keppendur í hennar kasthópi og þarf hún að kasta 18,00 m. til að komast beint í úrslitakeppnina eða vera á meðal tólf efstu. Úrslitin eru annað kvöld kl. 19:33.

Íslandsmet Ernu er 17,39 m. og er hún búin að kasta lengst 17,22 m. í ár.

Daníel Ingi Egilsson (FH) keppir í undankeppni í langstökki kl. 10:55 á íslenskum tíma og er í stökkhópi B. Alls eru fjórtán keppendur í hans stökkhópi og þarf hann að stökkva 8,00 m. til að komast beint í úrslitakeppnina eða vera á meðal tólf efstu. Úrslitin eru laugardaginn 8. júní kl. 18:06.

Íslandsmet hans er 8,21 m. sem hann bætti fyrir u.þ.b. þremur vikum.

Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 7:35 á morgun.

Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit á mótinu.

Hægt er að lesa meira um íslensku keppendurna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

EM í Róm hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit