Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) varð í kvöld svæðismeistari og bætti um leið eigið Íslandsmet í sleggjukasti kvenna á svæðismeistaramóti sínu, Sun Belt Outdoor Championships, í Myrtle Beach í Suður Karólínu. Þetta er jafnframt aldursflokkamet í flokki U23 ára. Sleggjan fór 65,53 metra í fimmtu umferð. Fyrra met hennar var 65,35 metrar sem hún setti í Þýskalandi á síðasta ári. Elísabet er nú með 16. lengsta kastið í bandarískum háskólum (NCCA) í ár.
Úrslit mótsins má finna hér.