Elísabet sjöunda í Tallinn

Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði sig inn í úrslit í sleggjukasti í gær með kast upp á 60,61 metra. Það skilaði henni fjórða sæti í kast hópnum sínum og áttunda sæti inn í úrslitin. Í dag keppti hún til úrslita og endaði í sjöunda sæti með kast upp á 60,87 metra. Það var Finninn Silja Kosonen sem sigraði á nýju meistaramót meti og kastaði 71,06 metra.

Á fimmtudag keppti Kristján Viggó Sigfinnsson í undankeppni í hástökki og hafnaði í þrettánda sæti en tólf efstu komast áfram í úrslit. Hann stökk 2,13 metra líkt og sex aðrir og hefði þurft að fara í færri tilraunum til þess að komast í úrslit. 

Í gær keppti Eva María Baldursdóttir í hástökki en hún náði sér ekki á strik og stökk hún 1,70 og hafnaði í 26. sæti. Hún hefði þurft að jafna sinn persónulega árangur sem er 1,81 metra til þess að komast í úrslit. 

Heildarúrslit mótsins má finnahér.