Elísabet Rut setur nýtt Íslandsmet

Elísabet Rut Rúnarsdóttir setti enn eitt Íslandsmetið í stúlknaflokki á Innanfélagsmóti ÍR í gær.

Hún kastaði 4kg sleggjunni 55,20 metra og er að stimpla sig inn sem ein af bestu sleggjukösturum heims í sínum aldursflokki.

Fyrra Íslandsmetið átti Rut Tryggvadóttir og kastaði hún 49,30 metra 2017 og því rétt um 6 metra bæting hjá Elísabetu.

Þjálfari hennar er Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti.

Til hamingju Elísabet!

 

 

ajdehelp Author