Elísabet Rut Rúnarsdóttir vann til bronsverðlauna í sleggjukasti í flokki undir 23 ára á European Throwing Cup sem fram fór í Leiria, Portúgal um helgina. Elísabet kastaði lengst 64,20 metra sem er aðeins 19 sentimetrum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Það var Ewa Rózanska frá Póllandi sem sigraði í flokknum með kast upp á 67,24 metra.
Hilmar Örn Jónsson keppti í sleggjukasti og var hann með annað lengsta kastið í kasthópi B sem mældist 72,51 metrar. Það var Henri Liipola frá Finnlandi sem sigraði í kasthópi B með kast upp á 72,92 metra.
Mímir Sigurðsson kastaði kringlu og varð þriðji í kasthópi B og kastaði lengst 55,52 metra. Það var Tadej Hribar frá Slóveníu sem sigraði í greininni með kast upp á 56,36 metra.
Guðni Valur Guðnason varð fjórði í kringlukasti karla í kasthópi A með kast upp á 62,50 metra. Það var Kristjan Ceh sem sigraði í keppninni með kast upp á 66,11 metra.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.