Elísabet fimmta á EM U23

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet fimmta á EM U23

Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í fimmta sæti í sleggjukasti á EM U23 ára í dag. Elísabet var með ógilt í fyrsta kasti og kastaði síðan 65,11m í öðru kasti. Hún náði ekki að lengja sig í þriðja kasti og kastaði 63,36m. Hún varð sjöunda eftir þrjár umferðir og komst því áfram í átta kvenna úrslit. Hún lengdi sig ekki Í fjórðu og fimmtu umferð og kastaði hún 64,64m og 63,25m. Lengsta kastið kom hinsvegar í síðustu umferð þar sem hún kastaði 65,93m sem skilaði henni fimmta sætinu. Þetta er annað lengsta kast hennar á ferlinum. Sigurvegarinn var heimakonan Silja Kosonen sem bætti mótsmetið með kasti upp á 73,71m.

Úrslitin má finna hér.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir í undanrásum í 200m hlaupi á morgun, laugardag, klukkan 15:31 að íslenskum tíma. Hún hleypur í riðli tvö.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet fimmta á EM U23

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit