Elísabet bætir eigið Íslandsmet aftur

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet bætir eigið Íslandsmet aftur

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) kepptu í sleggjukasti á Bobcat Invitational í Texas í dag. Þær bættu báðar tveggja vikna gamalt Íslandsmet Elísabetar sem var 69,11 m. Guðrún náði kasti upp á 69,76 m. í fjórðu umferð en Elísabet endurheimti Íslandsmetið í sjöttu umferð með kasti upp á 70,33 m. Elísabet er þá tæplega einum metra frá lágmarki á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Róm, í júní næstkomandi. Þrátt fyrir harða samkeppni um fyrsta og annað sætið voru það um sjö metrar sem skildu að annað og þriðja sætið.

Úrslit mótsins má finna hér.

“Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir 70 m. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í 4. umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram og svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið.”

Sagði Elísabet að keppni lokinni.

“Er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mer, langt yfir væntingum Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður.”

Sagði Guðrún að keppni lokinni.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet bætir eigið Íslandsmet aftur

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit