Elísabet aðeins þremur sætum frá úrslitum á EM

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet aðeins þremur sætum frá úrslitum á EM

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) var að ljúka keppni á sínu fyrsta stórmóti í fullorðinsflokki. Hún gerði ógilt í fyrsta kasti, kastaði 68,02m. í öðru og gerði ógilt í því þriðja.

Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfti að kasta 71,50 m. eða vera meðal tólf efstu. Elísabet hafnaði í áttunda sæti í sínum kasthópi og í fimmtánda sæti í heildina. Met Elísabetar er 70,47 m. sem hún kastaði á Bandaríska Háskólameistaramótinu fyrr í vikunni.

“Miðað við mitt besta þá gekk ekkert rosalega vel en miðað við aðstæður gekk bara allt í lagi. Ég kastaði 68,02 m. held ég. Það sem heldur mér í íþróttinni er örugglega bara það að ég er nógu þrjósk til að halda áfram sama hvað og mér finnst þetta gaman,” sagði Elísabet eftir keppni.

Hér má sjá viðtalið við Elísabetu í heild sinni.

Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Elísabet aðeins þremur sætum frá úrslitum á EM

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit