Elín Edda hljóp næst besta maraþon íslenskrar konu

Elín Edda Sigurðardóttir keppti í gær í sínu fyrsta maraþoni í Hamborgarmaraþoninu í Þýskalandi. Hún hljóp á tímanum 2:49,00 sem er næst besti tími íslenskrar konu í maraþoni frá upphafi.

Aðeins Martha Ernstdóttir hefur hlaupið hraðar og gerði hún það í Berlín árið 1999 þegar hún hljóp á 2:35,15. Elín Edda var því að hlaupa á besta tíma íslenskrar konu í maraþoni í 20 ár.

Martha er stödd í Hamborg með Elínu Eddu og má sjá mynd af þeim saman hér að neðan