Ekkert lát á metum og bætingum

Í sveitinni voru Ingþór Ingason, Arnaldur Þór Guðmundsson, Kormákur Ari Hafliðason og Dagur Andri Einarsson, eldra metið átti Breiðablik sett 2012. 15 ára stúlkurnar bættu met sem ÍR átti frá 2009 um 7/100 úr sek. Í sveitinni voru Hilda Steinunn Egilsdóttir, Guðbjörg Bjarkadóttir, Theodóra Haraldsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.
 
Til viðbótar við frábæran árangur í stangarstökki á Jólamóti ÍR fimmtudaginn 18. des. sl. voru tvö Íslandsmet og þrjú aldursflokkamet bætt. Kristinn Þór Kristinsson HSK bætti Íslandsmet karla í 600m hlaupi, hljóp á 80,74 s. Anita Hinriksdóttir ÍR bætti kvennametið í sömu grein og hljóp á 87,65 s. Það er jafnframt met í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR bætti aldursflokkametið í 200 m hlaupi í flokki 13 ára stúlkna þegar hún hljóp á 26,09 s

FRÍ Author