Einar Daði lauk þrautinni með 7508 stig

Einar Daði lauk þrautinni með því að bæta sinn árangur í 1500 m hlaupi 4:34,03 mín., sem gefa 718 stig. Hann varð í 7. sæti í hlaupinu og lauk þrautinni í 12. sæti í heildarkeppninni með 7508 stig. Þessi árangru er mjög nálægt hans besta árangri frá því í júní sl. Þá náði hann hann 7587 stigum. Belginn Thomas Van Der Plaetzen sigraði nokkuð óvænt á persónulegu meti með 8157 stig.
 
Helga Margrét hefur keppni kl. 9 í fyrramálið að íslenskum tíma í sjöþraut kvenna og Blake Jakobsson hefur keppni í kringlukasti kl. 11:25 einnig í fyrramálið, en hann er í seinni keppnishópnum. 

FRÍ Author