Einar Daði Lárusson í baráttu um sigur í tugþraut unglina í Kladno

Einar Daði Lárusson var að ljúka keppni á fyrri degi í Kladno, þar sem hann er í hörkubaráttu um efsta sæti í tugþraut í flokki unglinga 19 ára og yngri. Einar hljóp 100m á 11,39s (776 stig), stökk 7,25m í langstökki (874 stig), varpaði kúlunni 12,92m (662 stig), stökk 1,91m í hástökki (723 stig) og hljóp að lokum 400m á 50,19s (806 stig). Einar Daði er komin með samtals 3841 stig og er í þriðja sæti eftir fyrri dag, en tveir efstu keppendur eru jafnir og eru með samtals 3903 stig eða 62 stigum meira en Einar Daði.
 
Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í dag þá fékk Einar Daði ekki töskuna síma til Kladno í gær og hefur því þurft að fá allan keppnisfatnað og skó lánaða. Það reyndist honum dýrkeypt í hástökkinu áðan, því sólinn rifnaði undan lánsskónum í uppstökkinu í fyrstu tilraun hans við 1,94m. Einar reyndi að teypa sólann fyrir næstu stökk, en það hélt ekki næganlega vel og Einar varð því að láta 1,91 metra duga í dag, en hann á best 1,96 metra í hástökki.
 
 
Einar Daði er samt sem áður með góðan fyrri dag og ætti ef allt gengur vel á morgun að geta náð takmarki sínu í keppninni, en það er að fara yfir 7000 stig og ná þar með lágmarki fyrir EM 19 ára og yngri, sem fram fer í Novi-Sad í Serbíu, 23.-26. júlí nk.
 
Helga Margrét er komin með lágmark á það mót í sjöþraut og Guðmundur Sverrisson einnig í spjótkasti.
Þá er Hulda Þorsteinsdóttir aðeins 10 sm frá lágmarkinu í stangarstökki, en hún er þrívegist búin að stökkva yfir 3,70 metra að undanförnu, en lágmarkið er 3,80 metrar.
 
Heimasíða mótshaldara í Kladno er ekki með uppfærð úrslit, en úrslit frá fyrri degi eru komin inn á heimasíðu Tékkneska frjálsíþróttsambandsins; www.atletika.cz

FRÍ Author