Einar Daði í 8. sæti á Evrópulista unglinga í tugþraut

Einar Daði Lárusson ÍR er í 8. sæti á Evrópulista unglinga 19 ára og yngri með árangur sinn frá því í gær í Kladno. Ekki er búið að gefa út heimslista í tugþraut unglinga ennþá á þessu ári.
 
Staðan á Evrópulistanum er eftirfarandi:
1. Kai Kazmirek, Þýskalandi; 7527 stig
2. Hendrik Lepik, Eistlandi; 7458 stig
3. Maximilian Glide, Þýskalandi; 7444 stig
4. Yevgeniy Teptin, Rússlandi; 7409 stig
5. Adam Pasiak, Tékklandi; 7404 stig
(sigraði í þrautinni í Kladno)
6. Eusebio Cáceres, Spáni; 7396 stig
7. Sergey Sviridov, Rússlandi; 7395 stig
8. Einar Daði Lárusson, Íslandi; 7394 stig
 
Það má segja að mjótt sé á mununum en eins og sjá má munar aðeins 15 stigum á 4. – 8. sætinu og aðeins eru 133 stig milli 1. og 8. sætis.
Einnig er eftirtektarvert að enginn norðurlandabúi annar en Einar Daði er þarna í top fimmtán í Evrópu.
Sjá heimasíðu EAA: www.european-athletics.org

FRÍ Author