Einar Daði hóf keppni í morgun.

Evrópumeistaramót unglinga 19 ára og yngri stendur nú sem hæðst í Serbíu. Tveir af þremur keppendum Íslands hefja keppni í dag.
 
Fyrsta grein Einars Daða í tugþraut hófst í morgun á 100m hlaupi. Einar hljóp á 11,29 sek. sem veitti honum 792 stig. Það er bæting frá síðasta stórmóti sem Einar keppti á, en það var í Novisad í Tékklandi þar sem hann hljóp á 11,39 sek. Keppni í langstökk lauk nú fyrir skömmu þar sem Einar stökk 7,20m lengst sem gaf 862 stig. Þetta stökk er aðeins 5cm frá hans besta árangri í tugþraut.
 
Hulda Þorsteinsdóttir mun svo hefja keppni í stangastökki síðar í dag.

FRÍ Author