Einar Daði bætti unglingametið og náði lágmarki fyrir EM 19 ára og yngri

Einar Daði Lárusson ÍR hefur nú lokið keppni í tugþrautinni í Kladno. Hann hljóp 1500m á 4:36,06 mín og fékk 705 stig fyrir það og bætti sinn besta árangur. Einar Daði hlaut því samtals 7394 stig og setti glæsilegt nýtt unglingamet (19-20 ára), bætti met sem Sveinn Elías Elíasson átti og var 7272 stig, sett á EM unglinga í Hengelo fyrir tveimur árum. Þá er þetta einnig yfir íslandsmeti Jóns Arnars Magnússyni í unglingaflokki með fullorðisáhöldum (7351 stig frá 1989).
Einar Daði varð í 2. sæti í mótinu, aðeins 10 stigum á eftir sigurvegaranum, Adam Pasiak frá Tékklandi (7404 stig), í þriðja sæti varð Sebastian Helcelet frá Tékklandi með 7314 stig. Báðir þessir unglingar eru á meðan fremstu unglinga 19 ára og yngri í heiminum í tugþraut. Einar Daði bætti árangur sinn í sex greinum (langstökki, Kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og 110m grind) og jafnaði fyrri árangur sinn í einni (stangarstökki).
 
Einar Daði náði með þessum árangri lágmarki fyrir EM 19 ára og yngri, sem var 7000 stig.
 
Þá hafa þrír unglingar tryggt sér rétt til að keppa á EM unglinga, en auk Einars eru það þau Helga Margrét í sjöþraut og Guðmundur Sverrisson ÍR í spjótkasti.
 
Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss hlaut samtals 4848 stig í sjöþraut kvenna, sem er bæting hjá henni, en
hún átti best 4667 stig. Ágústa hljóp 800m á 2:25,23 mín.

FRÍ Author